Áfangi

Heilbrigðisfræði

Markmið

-Að nemendur kynnist sögu heilbrigðisfræðinnar, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og mikilvægis heilbrigðisfræðslunnar.
-Að efla skilning nemenda á samspili lífsmáta, viðhorfa og umhverfis í viðhaldi heilbrigðis og forvörnum sjúkdóma.
-Að nemendur læri um aðferðir og aðgerðir sem stuðla að heilsueflingu og forvörnum sjúkdóma.
-Að gera nemendur meðvitaða um ábyrgð á eigin heilsu.
-Að nemendur geri sér grein fyrir helstu umhverfisþáttum, sem ógna heilbrigði.
-Að nemendur verði færir um að afla sér upplýsinga, sem tengjast efni áfangans á veraldarvefnum.

Efnisatriði

Umfjöllun og skilgreining á heilbrigði, hlutverk og söguleg þróun heilbrigðisfræðinnar.
Helstu heilbrigðisvandamál í nútíma þjóðfélagi.
Markmið forvarna og grundvöllur forvarnarstarfs.
Skipulag heilsugæslu á Íslandi og helstu stofnanir innlendar og erlendar, sem móta stefnuna í forvörnum.
Heilsuefling-og heilbrigðisfræðsla.
Smitsjúkdómavarnir, kynsjúkdómavarnir, kynfræðsla, tóbaksvarnir, áfengis-og vímuvarni, geðvernd, beinvernd, mæðra-og ungbarnavernd.
Umhverfisheilbrigðisfræði, tengsl mengunar og sjúkdóma, helstu mengunarvarnir.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, hópavinna og umræður í tímum, (þess vegna er mæting í tíma mikilvæg) ásamt einstaklingsverkefnum.

Kennslugögn

Kennari hefur bókina Líf og heilsa eftir Bjerva, Haugen og Stordal (Mál og menninng, 2003) til hliðsjónar í áfanganum.

Kennari notast einnig við greinar í blöðum, tímaritum og á veraldarvefnum, sem tengjast efni áfangans. Það efni eða tenglar í það er vistað í Moodle kennsluumhverfinu.

Námsmat

Áfanginn er símatsáfangi. Fimm kannanir verða lagðar fyrir sem gilda 50%, verkefni (ritgerð o.fl.) gilda 30% og virkni, ástundun og mæting í tíma (ásamt tímaverkefnum) gilda 20%.