Áfangi

HJÚ 103

 • Áfangaheiti: HJÚK1AG05
 • Undanfari: Tvær annir í framhaldsskóla

Markmið

Að nemandi

 • kynnist forsendum hjúkrunarstarfa og um hvað þau störf snúast.
 • þekki umönnunarhugtakið og geta útskýrt hvað felist í því
 • þekki og geti útskýrt hvað felst í hugtökunum heilbrigði og sjúkdómsástand
 • geti útskýrt samverkun andlegra, líkamlegra og félagslegra þarfa skjólstæðinga
 • geti gert grein fyrir hlutverkum sjúkraliða í hjúkrun skjólstæðinga
 • þekki  samhengi milli ástands skjólstæðings og hjúkrunarþarfa
 • hafi þekkingu og færni til að skipuleggja og framkvæma morgunaðhlynningu
 • geti gert grein fyrir mikilvægi athugana og skráningar í framvindu hjúkrunar
 • geti útskýrt mikilvægi svefns og hvíldar
 • þekki leiðir til að fyrirbyggja fylgikvilla rúmlegu
 • þekki helstu ákvæði laga um réttindi sjúklinga
 • skilji mikilvægi þagnarskyldu og trúnaðar í samskiptum við skjólstæðinga.

Efnisatriði

skipulagsform hjúkrunar, saga hjúkrunar, innlögn, sjúkrastofan, umhverfi sjúklings, heilbrigði, sjúkdómsástand, lausnamiðuð aðferð, upplýsingamiðlun, skráning upplýsinga, andleg og líkamleg vellíðan, verkir, svefn, breytingar á líkamshita, næring, vökvajafnvægi, útskilnaður, öndun, blóðrás, fylgikvillar rúmlegu, þagnarskyldan, trúnaður, lög um réttindi sjúklinga.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna, umræður, vettvangsferðir

Kennslugögn

Almenn hjúkrun, Hjúkrun 1. Þrep (2013), ritsjórn: Anne Sofie Steens og Lissi Hansen, ritstjóri íslensku útgáfunnar Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir (2016)

Námsmat

Verkefni og hlutapróf 40%, Próf í lok annar 60%.