Áfangi

Hjúkrun fullorðinna 1

  • Áfangaheiti: HJÚK2HM05
  • Undanfari: HJÚK1AG05 og HJVG1VG05

Markmið

Fjallað er um helstu hjúkrunarkenningar og tengsl þeirra við starfsvettvang. Fjallað er um hjúkrunarferli og faglega hjúkrunarskráningu. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með bráða- og langvinna sjúkdóma sem tengjast eftirtöldum kerfum: hjarta- og æðakerfi, öndunarkerfi, meltingarkerfi, þvag- og kynkerfum. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með illkynja sjúkdóma. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna, umræður.
Æskilegt er að taka þennan áfanga samhliða HJÚK2TV05

Kennslugögn

Hjúkrun fullorðinna 2. þrep. IÐNÚ útgáfa, 2015. Ritstjóri íslensku útgáfunnar: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

Námsmat

Símat, verkefni og próf. Sjá nánar í kennsluáætlun hverju sinni.