Áfangi

HJÚ 303

  • Áfangaheiti: HJÚK2HM05
  • Undanfari: HJÚK1AG05 og HJVG1VG05

Markmið

Að loknu námi í áfanganum skal nemandi geta hagnýtt þá almennu og sértæku þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér  til þess að:

greina  hjúkrunarþarfir langveikra, bráðveikra og mikið veikra
undirbúa skjólstæðinga fyrir vissar algengar sjúkdómsgreinandi rannsóknir
annast skjólstæðinga eftir vissar algengar sjúkdómsgreinandi rannsóknir
beita ólíkum vinnubrögðum við smitgát eftir eðli sjúkdómsástands
leiðbeina skjólstæðingum með  athafnir daglegs lífs með tilliti til áhrifa sjúkdómsástands á sjálfsbjargargetu og heilsu.
bregðast við algengum  aukaverkunum geislameðferðar og  krabbameinslyfjameðferðar
skrá tilteknar upplýsingar á viðurkenndan hátt í hjúkrunarskrá
hagnýta sér kenningar um aðlögun að sorg og missi í hjúkrunarstörfum
sýna aðstandendum faglega umhyggju, stuðning og samúð
taka þátt í  þverfaglegri  vinnu í meðferð skjólstæðinga

Efnisatriði

Sérhæfð hjúkrunarmeðferð, bráð og langvinn veikindi, innlögn, útskrift,  hjúkrunarskráning, athuganir, eftirlit, samskipti, samvinna,  nánd, sjálfsmynd, lungnasjúkdómar, ofnæmi,  innkirtlasjúkdómar, nýrnabilun, meltingarfærasjúkdómar, MS, krabbamein, geislar, frumueyðandi lyf, aukaverkanir, líknandi meðferð, missir, sýkingar, smitgát, einangrun, ónæmisbæling, nýrnavél, slys, langvinnir og bráðir  verkir, aðlögunarleiðir, hæfing, endurhæfing, sjúkdómsgreinandi rannsóknir, streita, lífshætta.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Hjúkrun fullorðinna 2. Þrep. IÐNÚ útgáfa, 2015. Ritstjóri íslensku útgáfunnar: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

Námsmat

Lokapróf gildir 50% í lokaeinkunn,
Önnur próf og verkefni á önn gilda 40%. Ástundun og raunmæting gildir 10% og einkunn þar miðast við skólasóknarreglur.
Til þess að standast áfangann og komast í VIN105  þarf að ná 4,5 á lokaprófi og minnst 5 í lokaeinkunn áfangans.