Áfangi

HJÚ 403

  • Áfangaheiti: HJÚK2TV05
  • Undanfari: HJÚK1AG05 og HJVG1VG05

Markmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að
-  þekkja helstu tegundir skurðaðgerða
- skilja og virða ólíka upplifun á því að gangast undir skurðaðgerð
- þekkja og geta útskýrt algengustu rannsóknir sem gerðar eru fyrir aðgerð
- þekkja og geta útskýrt helstu atriði í undirbúningi sjúklinga fyrir aðgerðir
- geta gert grein fyrir helstu athugunun á skjólstæðingi eftir aðgerðir
- geta útskýrt muninn á deyfingu og svæfingu
- geta útskýrt mikilvægi nákvæmrar skráningar hjúkrunarupplýsinga eftir aðgerðir
- geta talið upp einkenni losts
- þekkja forsendur vökvagjafa í æð og geta útskýrt mikilvægi réttrar umgengni við æðaleggi
- þekkja einkenni aukaverkana við blóðgjafir og viti hvernig skal bregðast við þeim
- þekkja sogtæki og geta útskýrt í hverju notkun þeirra felst
- þekkja forsendur sondugjafar
- þekkja helstu gerðir stóma og algengustu orsakir þess að einstaklingur fær stóma
- geta meðhöndlað hjálpartæki stómaþega
- geta útskýrt muninn á slagæða-og bláæðasárum, skurðsárum og áverkasárum og útskýrt algengustu meðferðir við sáragræðingu
- þekkja mismunandi umgengnisreglur við skjólstæðinga sem hafa hrein eða sýkt sár
- þekkja algengustu gerðir sáraumbúða og geta umgengist sótthreinsaðar sáraumbúðir rétt
- þekkja einkenni og orsakir bráðra verkja og algengustu bjargráð

Efnisatriði

Skurðaðgerðir, fylgikvillar, beinbrot, höfuð-og mænuáverkar, bráðir verkir, draugaverkir, blæðingar, undirbúningur, eftirlit, mat, eftirlit með blóðgjöf, skolanir, sog, hjúkrunarskráning, vökvagjöf í æð, sondunæring, stóma, gerviliðir, gervibrjóst, líkamsímynd, sýkingar, smitgát, rannsóknaraðferðir, sogtæki, sár, sárameðferð, umbúðir, líffæragjafir, röntgen, speglanir, ástungur, ómun, steinabrjótur, kerar (dren), svæfingar, deyfingar, lost.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður, hópvinna, verkefnavinna

Kennslugögn

Hjúkrun fullorðinna 2. Þrep. IÐNÚ útgáfa, 2015. Ritstjóri íslensku útgáfunnar: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

Námsmat

Verkefni, hlutapróf, hópverkefni og einstaklings verkefni, lokapróf.