Framhaldsnám sjúkraliða í geðhjúkrun

Nemendur sem innritast í framhaldsnám fyrir sjúkraliða þurfa að hafa lokið sjúkraliðanámi og hafa unnið sem sjúkraliðar með starfsréttindi í a.m.k. 3 ár. Mikilvægt er að nemendur hafi lokið grunnnámi í lyfhrifafræði/lyfjafræði eða sambærilegu námi. Nemendur skulu hafa góða enskukunnáttu, hafa lokið áfanga í ensku á 3.þrepi. Nemendur skulu hafa góða þekkingu, leikni og hæfni í upplýsingatækni, þar með talið í helstu ritvinnsluforritum.

Námslok eru skilgreind á 4. hæfniþrepi framhaldsskóla. Námið er samtals 67 framhaldsskólaeiningar (feiningar) sem skiptast í sameiginlega áfanga heilbrigðissviðs 18 feiningar og sérgreinar námsins sem eru 49 feiningar, 21% námsins (14 feiningar) er á 3. hæfniþrepi og 79% námsins (53 feiningar) er á 4. hæfniþrepi. Námslengd er 1 ár miðað við fullt nám. Verklegt nám er samþætt bóklegu námi í geðhjúkrunaráföngunum GEÐH4HH10 og GEÐH4EV15. Nemendur vinna klínísk verkefni á meðferðar- og endurhæfingarstofnunum eða í tengslum við heimageðhjúkrun. Sameiginlegir áfangar heilbrigðissviðs í framhaldsnámi sjúkraliða 18 feiningar: FAME4FH04 Fagmennska í starfi, HEVÍ3ME03 Heilbrigðisvísindi, KENN3KK04 Kennslufræði heilbrigðisstétta, STÍH4GV04 Stjórnun í heilbrigðisþjónustu, UPPT3US03 Upplýsingatækni innan heilbrigðisþjónustunnar. Sérhæfðir áfangar í framhaldsnámi sjúkraliða í geðhjúkrun 49 fein: GESÚ4GM05 Geðsjúkdómafræði, GEÐH4KF10 Geðhjúkrun I, GEÐH4HH10 Geðhjúkrun II, GEÐH4EV15 Geðhjúkrun III, LYGS4TL05 Lyfjafræði geðsjúkdóma, SÁLK3HA04 Klínísk sálfræði.

Nákvæm brautarlýsing er á Námskrá.is.


(Síðast uppfært 2.2.2016)