Framhaldsnám sjúkraliða í öldrunarhjúkrun

Nemendur sem innritast í framhaldsnám fyrir sjúkraliða þurfa að hafa lokið sjúkraliðanámi og hafa starfsleyfi sjúkraliða hér á landi og hafa unnið sem sjúkraliðar með starfsréttindi í a.m.k. 3 ár. Nemendur skulu hafa góða enskukunnáttu, hafa lokið áfanga í ensku á 3. þrepi eða sambærilegu námi. Jafnframt þurfa þeir að hafa lokið áfanga í lyfjafræði á 2. þrepi eða sambærilegum áfanga í sjúkraliðanámi. Nemendur skulu hafa góða þekkingu, leikni og hæfni í upplýsingatækni, þar með talið í helstu ritvinnsluforritum.

Námslok eru skilgreind á 4. hæfniþrepi framhaldsskóla. Námið er samtals 63 framhaldsskólaeiningar (feiningar) sem skiptast í almenna áfanga á heilbrigðissviði (18 fein) og sérhæfða áfanga á öldrunarsviði (45 fein). Námslengd er 1 ár miðað við fullt nám. Stígandi náms í framhaldsnámi fyrir sjúkraliða samkvæmt þessari námskrá birtist einkum í uppröðun áfanga í námsferli nemenda. Kennsla í almennum áföngum á heilbrigðissviði fer fram samhliða sérhæfðum áföngum. Starfsnám er samþætt bóklegu námi í hjúkrun aldraðra. Námið er byggt upp af almennum áföngum sem eru sameiginlegir fyrir allt framhaldsnám á 4. hæfniþrepi heilbrigðissviðs og sérgreinaáföngum viðkomandi framhaldsnáms. Almennir áfangar og sérgreina áfangar eru kenndir samhliða, 84% námsins eða 53 f einingar eru á 4. hæfniþrepi og 16 % námsins eða 10 feiningar eru á 3. hæfniþrepi. Sameiginlegir áfangar heilbrigðissviðs í framhaldsnámi sjúkraliða 18 feiningar: FAME4FH04 Fagmennska í starfi, HEVÍ3ME03 Heilbrigðisvísindi, KENN3KK04 Kennslufræði heilbrigðisstétta, STÍH4GV04 Stjórnun í heilbrigðisþjónustu, UPPT3US03 Upplýsingatækni innan heilbrigðisþjónustunnar. Sérhæfðir áfangar í framhaldsnámi sjúkraliða í öldrunahjúkrun 45 fein: LYFA4ÖL05 Lyf og aldraðir, SÁLF4BS04 Sálfræði og samskipti, ÖBLS4ÖS06 Öldrunarbreytingar og langvinnir sjúkdómar, ÖLHJ4HK05 Öldrunarhjúkrun I, ÖLHJ4VM10 Öldrunarhjúkrun II, ÖLHJ4HS10 Öldrunarhjúkrun III, ÖLHJ4HÞ5 Öldrunarhjúkrun IV.

Nákvæm brautarlýsing er á Námskrá.is.


(Síðast uppfært 2.2.2016)