Um brautina

Frá haustinu 1992 hefur Fjölbrautaskólinn við Ármúla einn skóla séð um menntun læknaritara. Námið veitir lögvernduð réttindi til starfsheitisins læknaritari, skv. reglugerð heilbrigðisráðuneytisins.

Markmið náms í læknaritun er  

  • að nemendur öðlist þekkingu og færni til að starfa af fagmennsku
  • að aðlaga námið á hverjum tíma að síbreytilegum kröfum atvinnulífsins
  • að auka hlutfall menntaðra læknaritara í starfi
  • að stuðla að símenntun starfandi læknaritara

Læknaritarar starfa víða innan heilbrigðiskerfisins, svo sem á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, læknastofum og stofnunum hins opinbera er fara með stjórnunarmál á heilbrigðissviði. 


(Síðast uppfært 29.11.2005)