Afreksíþróttir

Afreksíþróttir á öllum stúdentsbrautum

SAMSTARF FÁ, ÍBR OG ÍÞRÓTTAFÉLAGA

Meginmarkmið skólans er að bjóða upp á nám sem hentar ungu afreksíþróttafólki sem stundar æfingar og keppni samhliða námi. Samstarfið ætti að stuðla að bættu afreksíþróttaumhverfi í Reykjavík

Samstarf við ÍBR gefur nemendum FÁ kost á auknu aðgengi að íþróttamannvirkjum borgarinnar.
Námsframboð og námsskipulag er sniðið að þörfum ungra og efnilegra afreksíþróttamanna sem og aðildarfélaga ÍBR.

ÁVINNINGUR FYRIR UNGT AFREKSÍÞRÓTTAFÓLK

  • Nemendur stunda sína íþrótt í næsta nágrenni við skólann.
  • Nemendur fá svigrúm í stundatöflu – æfingar þrjá morgna á viku.
  • Afreksíþróttir metnar inn í námið.
  • Hollur morgunverður í boði eftir morgunæfingar.
  • Sérsniðnir áfangar sem henta afreksíþróttafólki, t.d. næringarfræði,líffæra- og lífeðlisfræði, vöðvafræði, o.fl.
  • Sérhæfð ráðgjöf í boði.

Nemendur æfa eigin afreksíþróttagrein tvo til þrjá morgna í viku hjá því félagi sem þeir æfa með og keppa fyrir. Einnig hafa nemendur kost á að æfa með sínu félagi á hefðbundnum æfingatímum sem er metið til ástundunar. Í lok hverrar annar sendir þjálfari hjá viðkomandi íþróttafélagi umsögn til skólans þar sem ástundun er staðfest. Til að útskrifast af afreksíþróttalínu þurfa nemendur að ljúka sex áföngum í afreksíþróttum, bóklegum íþróttum og grunnáföngum í næringarfræði og líffæra- og lífeðlisfræði.

Forsendan fyrir því að íþróttamaður geti komið inn í afreksíþróttir er að íþróttafélag viðkomandi staðfesti að íþróttamaðurinn sé afreksíþróttamaður. Skólinn og viðkomandi íþróttafélag þurfa að skrifa undir samstarfssamning þar að lútandi og í kjölfarið er viðkomandi skráður í afreksíþróttir.


- Stefndu hærra - náðu lengra - stundaðu nám á afreksíþróttalínu FÁ -

Nánari upplýsingar veitir fagstjóri íþrótta, Guðríður Guðjónsdóttir (gurry@fa.is).

(Síðast uppfært 13.3.2015)