Nýsköpunar- og listabraut (eldri námskrá)

Nám á nýsköpunar- og listabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðu í listum, menningarstarfsemi og nýsköpun í tengslum við ýmsa þætti samfélagsins. Námið er skipulagt sem fjögurra anna lista- og starfsnám. Á fyrstu önn er almennt undirstöðunám þar sem nemendur fá innsýn í helstu greinar lista og menningarstarfsemi sem og listasögu. Síðan velja þeir tiltekna línu, annaðhvort í myndlist, hönnun og nýsköpun eða kvikmyndagerð. Opið er fyrir val á áföngum milli námslína.

Prentvæn útgáfa

Prentvæn útgáfa


Tvær námsleiðir í boði:

Lista-, hönnunar- og nýsköpunarlína byggir á námi í myndlist og hönnun með áherslu á hagnýta nálgun með aðferðum og hugmyndafræði nýsköpunar. Sú nálgun gefur nemendum möguleika á starfstengingu við fyrirtæki og stofnanir á ýmsum sviðum lista, hönnunar og menningar.

Á kvikmyndalínu fær nemandinn almenna innsýn inn í helstu faggreinar kvikmyndagerðar og að loknu brautarprófi verður hann fær um að starfa við kvikmyndagerð m.a. sem aðstoðarmaður í hinum ýmsu hlutverkum innan greinarinnar.

Fjölbreytt val
Hægt er að taka áfanga á báðum línum.

Námið er tveggja ára nám og lýkur með framhaldsskólaprófi sem veitir starfsmöguleika.
Nemandi getur bætt við sig viðbótarnám til stúdentsprófs eða til frekara náms í listaháskóla.

Með því að virkja sköpunarkraft nemandans verður hann hæfari að samnýta og samþætta óskylda hluti, skoðanir og stefnur inn í sitt nám. Með markvissri þjálfun verður nemandinn hæfari til nýsköpunar í samfélaginu og áttar sig á mikilvægi hugmyndafræði og hugsunarhætti frumkvöðulsins.


(Síðast uppfært 24.1.2014)