Inngangur að heilsunuddi

INNU2GR05

Kennarar: Finnbogi Gunnlaugsson og Rakel Guðbjörnsdóttir
Dagsetningar: 15., 16., 18., 19., 22., 23., 29. og 30. júní.

Tímasetning: Kennt á ofangreindum dögum frá kl. 9:00 til 14:00.

Tímafjöldi: 45 klst.

Nemendafjöldi: 10 - 20 nemendur.
Efniskostnaður: Enginn

Innritunargjald: 3.000 krónur (endurgreitt til nemenda sem standast áfangann).

Form námsmats eða hæfnimats:

  • Mat á verklegri færni við að framkvæma einfalda nuddmerðferð – 55%
  • Ástundun og mæting – 35%
  • Verkefni (kynning í tíma) – 15%
  • Þátttaka í umræðum og undirbúningur – 10%

Stutt lýsing: Fjallað er um sögu nudds, þróun og meðferðaraðferðir. Kannaðar eru nýlegar rannsóknir á verkan nudds til græðingar og rætt um aðferðafræðileg vandamál varðandi mælingar á virkni græðingar. Skoðuð eru tengsl streitu og sjúkdóma, t.d. hjartasjúkdóma, auk samspils öndunar og streitu. Rætt er um starfskenningar græðara. Kynntar eru nokkrar græðingaraðferðir og meðferðarforsendur sem þær byggja á. Kennd er stutt nuddmeðferð, án olíu, sem hentar t.d. á vinnustöðum eða til heimabrúks. Nokkrar aðrar græðingameðferðir prófaðar. Sjálfsnudd með boltum og rúllum.

Markmið: Nemandi kynnist sögu og þróun nuddmeðferða og sess þeirra innan mismunandi menningarsamfélaga. Nemandi læri um möguleg og sannanleg áhrif nudds á heilbrigði fólks og þeim forsendum sem nuddmeðferð og græðing byggja á. Nemandi þekki snertifleti nudds við aðrar græðingaraðferðir og heilbrigðisgreinar, helstu forsendum starfskenninga græðara, lagaumhverfi græðara og þeim forsendum sem það byggist á og mögulegum starfsvettvangi heilsunuddara. Nemandi þekki hugtökin heilsuefling og valdefling. Nemandi læri einfalda nuddtækni til heimabrúks.

Kennsluefni: Ljósrit, glærur á moodle, vefsíður og kennslubók fyrir þá sem vilja.(Síðast uppfært 25.5.2020)