Íslenska sem annað mál

ÍSAN1GR05

Kennarar: Sigrún Gunnarsdóttir og Ásdís Magnea Þórðardóttir

Hámarksfjöldi nemenda: 15

Efniskostnaður: Enginn

Innritunargjald: 3.000 krónur (endurgreitt til nemenda sem standast áfangann).

Einingafjöldi og skipulagt vinnuframlag nemenda: 5 einingar eða 60 klst.

Lengd náms í vikum auk upphafs- og lokadagsetningar: 2 vikur; 2. júní – 15. júní 2020. Kennslutímar: Kennt frá kl. 9:30 til 12:00 og 13:00 til 15:00.

Tilhögun náms: Kennt alla virka daga, byrjar þriðjudag 2. júní og endar mánudag 15. júní.

Áfanginn skiptist í tvennt: Fyrir hádegi verður málfræði, ritun og þjálfun í lestri. Eftir hádegi verður áhersla á talað mál þar sem unnið verður frekar úr málfræði og verkefni morgunsins.

Form námsmats: Símat sem byggist á fjölbreyttri verkefnavinnu og 30% lokapróf.

Lýsing: Grunnáfangi í íslensku fyrir nemendur af erlendum uppruna. Áhersla er á alla færniþætti tungumálanáms samkvæmt viðmiðunarramma Evrópuráðsins fyrir erlend tungumál (skilningur, ritun og talað mál). Viðfangsefni áfangans tengjast daglegu lífi og unnið er með helstu grunnatriði íslenskrar málfræði á fjölbreyttan hátt, m.a. í gegnum leiki og spil. Í áfanganum fer kennsla að einhverju leyti fram úti, m.a. verður farið í vettvangsferðir.(Síðast uppfært: 25.5.2020)