Kvikmyndagerð - stuttmyndir

KVMG1ST05

Kennarar: Þór Elís Pálsson – Hallur Örn Árnason

Dagsetningar: 8. – 19. júní

Tímasetning: Kennt í 2 vikur frá kl. 9:00 – 14:00

Tímafjöldi: 30 klst.

Nemendafjöldi: 16 hámark,  8 lágmark.

Efniskostnaður: 5000 krónur.

Innritunargjald: 3.000 krónur (endurgreitt til nemenda sem standast áfangann).

Form námsmat eða hæfnismat: í samræmi við samþykkta námsáætlun skólanámskrár.
https://www.namskra.is/courses/5583d63762933a24fe00172f

Stutt lýsing: Í áfanganum vinna nemendur stuttmyndahandrit og vinna svo stuttmyndir í sameiningu eftir völdum handritum undir handleiðslu kennara, auk þess að gera stuttar æfingar sem auka skilning þeirra á kvikmyndaforminu. Nemendur kynnast grunnhugtökum í uppbyggingu handrits og gildi handritsins í framleiðsluferli kvikmyndar, gildi hugmyndavinnu, þjálfun í skapandi skrifum, nauðsyn skipulagningar fyrir og við upptökur, grunnatriði í meðferð kvikmyndatökuvéla, hljóðupptöku og eftirvinnslu, klippingu og grunnatriðum myndmáls í kvikmyndum. Áfanginn þjálfar nemendur í teymisvinnu og skipulagningu, auk þess að veita þeim útrás og þjálfun í skapandi hugmyndavinnu.

Markmið: Að kynna gildi kvikmynda í nútímasamfélagi en einkum að kenna nemendum grunnatriði kvikmyndagerðar í gegnum stuttmyndagerð. Nemendur kynnast handritsskrifum, helstu þáttum í framleiðslu kvikmyndaefnis, tæknilegs hluta kvikmyndagerðar og eftirvinnslu. Námið er að mestu verklegt og nemendur skipta með sér hlutverkum í teymisvinnu. Þjálfast í lestri myndmáls þar sem myndmiðlar spila sífellt stærri þátt í daglegu lífi.

Annað: Áfanginn tekur mið af markmiðum Fjölbrautaskólans við Ármúla: „Að mæta þörfum nemenda af öðru þjóðerni með sérstöku námsefni sem taki mið af tungumálafærni þeirra, vinna gegn einangrun erlendra nemenda, stuðla að þátttöku erlendra nemenda í félagslífi skólans, hvetja til kennslu sem tekur mið af fjölbreytileikanum og ólíkum menningarheimum".

Stefna okkar í þverfaglegri kennslu er að móta jákvæð viðhorf til fjölmenningar, svo hver og einn nemandi fá notið sín á sínum forsendum. Að fá að njóta þeirrar fjölbreytni og tækifæra til menntunar sem felast í samveru og samskiptum við fólk af ólíkum uppruna og þjóðerni.(Síðast uppfært: 3.6.2020)