Leir og annar skapandi efniviður

MYNL2ÞV05

ÞRÍVÍÐ-FORMFRÆÐI

Kennari: Jeannette Castioni.
Timasetning: Kennt alla daga í 3 vikur eða 60 klukkutímar frá 22. júní til 10. júlí frá kl 9:00 til 15:00.

Efniskostnaður: 10.000 krónur.

Innritunargjald: 3.000 krónur (endurgreitt til nemenda sem standast áfangann).

Nemendafjöldi: 11 lágmark og 17 hámark.
Námsmat: Í samræmi við samþykkta námsáætlun skólanámskrár og MMR.

Stutt lýsing: Nemendur fá verkefni í hverri viku, samtals 6 verkefni. Einnig verður farið í tvær vettvangsferðir á sýningar og tvær heimsóknir til listamanna eða fyrirtækja.

Markmið: Að nemendur séu færir um að vinna verk í þrívíðri formfræði. Að nemendur þjálfist í hugmyndavinnu og geti þróað með sér raunhæf markmið og vinni skipulega og rökvisst að útfærslu þeirra. Að nemendur kynnist meðferð ýmissa efna svo sem leir og gips. Að nemendur vinni verk í ýmsum öðrum efnum og geti leyst ýmsar æfingar sem miðast við að þróa færni þeirra. Nemendur vinna svo lokaverkefni. Í áfanganum er ætlast til að nemendur vinni sjálfstætt og þjálfist í gagnrýnni hugsun bæði gagnvart eigin verkum og annarra. Þeir leitist við að vera frumlegir og skapandi í vinnubrögðum, meðvitaður um umhverfi sitt og sjálfbærni í víðum skilningi.(Síðast uppfært: 25.5.2020)