Málun, sköpun og fagurfræði náttúrunnar

MYNL2LI05

Kennari: Gréta Mjöll Bjarnadóttir

Dagsetningar: 15. – 25. júní.

Tímasetning: Kennt á mánudegi til föstudags frá kl. 9:00 til 15:00.

Tímafjöldi: Áfanginn er 5 einingar, 45 klst. í staðkennslu.

Nemendafjöldi: Hámark 16.

Efniskostnaður: 5 þúsund krónur á nemanda.

Innritunargjald: 3.000 krónur (endurgreitt til nemenda sem standast áfangann).

Form námsmats eða hæfnimats: Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá. Próflaus áfangi, símat sem byggist á fjölbreytilegri verkefnavinnu.

Stutt lýsing: Í áfanganum er unnið með litaskynjun og litaupplifun á margvíslegan hátt í málverkum og öðrum verkum. Tengt verður saman skemmtilegt ferli skapandi hugleiðinga, rannsókna og fagurfræði málaralista. Nemendur gera tilraunir með ýmsa þætti lita s.s. blöndun lita úr náttúrlegum efnum, skoða mismunandi leiðir í notkun lita og tengja rannsóknarvinnu sína upplifun, íslenskri náttúru og vangaveltum um ,,huglæga liti“. Unnin sjálfstæð rannsóknarvinna og skil á hugleiðingum, skissuvinnu sem tengist viðfangsefninu og myndum af ferli verka, ásamt endanlegum verkum.
Markmið: Nemendur verði færir um að vinna með málverkið út frá ýmsum hugmyndum, frá einföldum tilraunum til flóknari úrlausna og þekki gildi lita og mismunandi tjáningarmöguleika þeirra og geti nýtt sér þessa þekkingu í eigin verkum á persónulegan hátt.(Síðast uppfært: 3.6.2020)