Teikning, málun og skapandi ferli

MYNL1MG05

Kennari: Soffía Guðrún Kr Jóhannsdóttir

Áætlaður fjöldi nemenda: 12 - 16.

Einingafjöldi og skipulagt vinnuframlag nemanda: 5 einingar. Samtals 42 klst.
Lengd náms í vikum auk upphafs- og lokadagsetningar: Kennt verður frá 15. – 25. júní milli kl 9:00 -15:00 (ekki kennt 17. júní).

Efniskostnaður: 7 þúsund krónur.

Innritunargjald: 3.000 krónur (endurgreitt til nemenda sem standast áfangann).

Tilhögun náms: Staðbundið nám.


Form námsmats eða hæfnimats: Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá. Próflaus áfangi, símat sem byggist á fjölbreytilegri verkefnavinnu.

Lýsing: Í áfanganum læra nemendur tæknileg undirstöðuatrið í sjónlistum, s.s. módelteikningu, formfræði, lýsingu, litafræði, málun og grunnhugtökum lista. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í teikningu, formskilningi, rýmisskynjun og skoðun umhverfisins. Nemendur læra að beita litum á markvissan hátt í tengslum við hugmyndavinnu og helstu tækniaðferðir. Áhersluatriði áfangans miða að því að örva skapandi hugsun nemenda, auka tæknilega þjálfun og skilning þeirra á efnum og aðferðum. Nemendur skipuleggja nám sitt ásamt því að ígrunda og þróa hugmyndir sínar í ferilbók.(Síðast uppfært: 25.5.2020)