Let´s Discover Each Other

Í FÁ eru margvísleg alþjóðleg verkefni í gangi. Eitt þeirra heitir „Let´s Discover Each Other” og er stýrt af Bryndísi Valsdóttur og Heiðu Björk Sturludóttur, sem báðar eru kennarar við skólann. Bryndís kennir heimspeki, siðfræði og lífsleikni og Heiða Björk kennir sögu og fjölmiðlagreinar auk þess að vera umhverfisfulltrúi við skólann.

Let´s Discover Each Other

Verkefnið tilheyrir flokknum COMENIUS 1 – Evrópskt skólasamstarf. Verkefnið tekur 3 ár og fimm lönd auk Íslands taka þátt. Þessi lönd eru Spánn, sem er forystuland í þessu verkefni, Írland, Kýpur, Tyrkland og Noregur. Þátttakendur hittast í öllum löndunum en þegar hafa verið haldnir fundir í Kýpur og á Íslandi.

Bryndís og Heiða völdu 10 nemendur til þátttöku.

Þeir eru eftirfarandi:

Grímur Vilhjálmsson,
Ari Bragi Kárason,
Sunna Rós Víðisdóttir,
Jónína Sif Eyþórsdóttir, 
Sólrún Þórðardóttir, 
Saga Ólafsdóttir,  
Karólína Vigdís Ásgeirsdóttir,
Ágústa Hrund Þorgeirsdóttir,
Gabríel Markan,
Vilhjálmur Ólafsson,

Viðfangsefni hópsins

Nemendurnir 10 fá eina einingu á misseri fyrir þátttöku sína. Þeirra hlutverk er að leysa af hendi ýmis verkefni í tengslum við þema hvers árs.

Þema þessa fyrsta skólaárs, sem nú er liðið er náttúran. Þá áttu nemendur að kynna sér  náttúru síns lands og útbúa kynningu á henni fyrir hin þátttökulöndin. Þannig er hugsunin að nemendur og kennarar uppgötvi/kynnist náttúru og menningu hvers annars.  Þannig er tilkomið nafnið sem þessu verkefni var gefið. Þessi kynning fór fram á Íslandi 29. apríl 2005.

Þema næsta árs verður þjóðhættir í tengslum við umhverfið. Nemendur munu því kynna sér tiltekna íslenska þjóðhætti og útbúa kynningu á þeim fyrir hin þátttökulöndin. Síðan verður þessi vinna allra landa sett saman á einn DVD disk í lok næsta árs, á fundi sem haldinn verður á Írlandi, rétt eins og gert var hér á landi í apríl.

Þema þriðja og síðasta ársins er matarmenning. Lokafundur verkefnisins  verður haldinn á Ibiza á Spáni vorið 2008. Noregur er dottinn út og verður ekki með síðustu tvö árin.  En umsókn Noregs um frekari styrk til þátttöku var hafnað nú nýlega. Það er nokkuð sem getur hent öll þátttökulöndin. En árlega þarf að sækja um endurnýjun samnings.

Íslenski hópurinn fór í heimsókn til Tyrklands á 25. október - 2.nóvember. Þar var haldinn fundur kennara allra þátttökulanda og íslenskir nemendur gistu hjá tyrkneskum til að kynnast menningu landsins sem berst og skapa tengsl. Þessar myndir eru úr þeirri ferð.

 

Myndir frá ferð til Tyrklands