Starfslýsingar

Skólameistari

 

  • Skólameistari veitir skólanum forstöðu sbr. reglugerð nr. 1100/2007
  • Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að starfsemi hans sé í samræmi við lög og reglugerðir, námsskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma
  • Ber ábyrgð á að fjárhagsáætlun skólans sé fylgt

 

Aðstoðarskólameistari

 

  • Er staðgengill skólameistara
  • Sér um agamál nemenda og starfsmanna
  • Sér um færslu og viðhald eftirlitsspjaldskrár nemenda og starfsmanna
  • Hefur yfirumsjón með framkvæmd skólasóknaregla
  • Ber ábyrgð á launamálum starfsmanna
  • Ber ábyrgð á kennsluskiptingu
  • Ber ábyrgð á námsframboði
  • Hefur yfirumsjón með innritun nemenda
  • Hefur yfirumsjón með húsnæðis- og byggingarmálum
  • Hefur yfirumsjón með félagsmálum nemenda

 

Áfangastjóri

 

  • Hefur yfirumsjón með námsferlum, námsframvindu og námslokum nemenda
  • Hefur yfirumsjón með námsmati
  • Ber ábyrgð á stundatöflugerð
  • Ber ábyrgð á próftöflugerð og framkvæmd prófa
  • Ber ábyrgð á skráningu einkunna í feril nemenda og á prófskírteinum við námslok
  • Sinnir öðrum verkefnum í samráði við skólameistara

 

Fjarnámsstjóri

 

  • Ber ábyrgð á allri framkvæmd og starfsemi fjarnáms
  • Skipuleggur vefsíðu fjarnáms
  • Ber ábyrgð á framboði áfanga í fjarnámi í samráði við kennslustjóra
  • Hefur yfirumsjón með námsferlum, námsframvindu og námslokum fjarnemenda
  • Hefur yfirumsjón með mati á fyrra námi fjarnemenda
  • Sér um kennsluskiptingu og þjálfun kennara
  • Sér um samskipti við grunnskóla
  • Ber ábyrgð á þróun fjarnáms
  • Ber ábyrgð á endurmenntunarnámskeiðum fyrir fjarnámskennara
  • Veitir kennurum og nemendum ráðgjöf um fjarnám

 

Gæðastjóri

 

  • Ber ábyrgð á sjálfsmati skólans
  • Leiðir innleiðingu gæðastjórnakerfis í öllu skólastarfi
  • Hefur yfirumsjón með rafrænni stjórnsýslu
  • Ber ábyrgð á heimasíðu skólans
  • Önnur verkefni í samráði við skólameistara

 

Fjármálastjóri

 

  • Hefur umsjón með reiknishaldi skólans
  • Færir inn launabókhald í samráði við æðstu stjórnendur
  • Gerir launamið fyrir verktakagreiðslur
  • Ber ábyrgð á fjárhagsáætlun
  • Ber ábyrgð á móttöku, bókun og greiðslu reikninga
  • Ber ábyrgð á innheimtu skólagjalda í samráði við áfangastjóra
  • Sækir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti
  • Tengiliður ræstinga og mötuneytis
  • Önnur verkefni í samráði við skólameistara

 

Sviðsstjóri

 

  • Hefur umsjón með útskriftarnemum bóknámsbrauta og skipuleggur kennslu í lokaáfanga
  • Hefur umsjón með námsframboði, áfangalýsingum, námsáætlunum og námsefni ásamt deildarstjórum bóknámsbrauta
  • Vinnur að þróunarstarfi bóknámsbrauta, leiðir faglega umræðu og tekur saman ársskýrslu
  • Metur, ásamt deildarstjórum bóknámsbrauta, umsóknir um kennarastöður og hefur umsjón með leiðsögn nýrra kennara
  • Aðstoðar við töflugerð
  • Hefur yfirumsjón með endurskoðun námskrár skólans

 

Kennslustjórar heilbrigðisbrauta

 

  • Hafa eftirlit með brautskráningarnemum, skráningu einkunna þeirra og endurtökuprófum
  • Hafa umsjón með nemendum
  • Fylgjast með ákvörðun um námslok nemenda
  • Hafa umsjón með útskriftarnemum og skipuleggja kennslu í lokaáfanga
  • Hafa umsjón með áfangalýsingum og námsáætlunum ásamt deildarstjórum
  • Hafa umsjón með bókalistum ásamt deildarstjórum
  • Vinna að þróunarstarfi
  • Taka saman ársskýrslu um starfsemi viðkomandi brautar
  • Hafa yfirumsjón með faglegri umræðu
  • Hafa yfirumsjón með leiðsögn nýja kennara[1]
  • Hafa yfirumsjón með endurmenntun á sinni braut
  • Hafa yfirumsjón með námsframboði sérgreina brautarinnar
  • Meta umsóknir um kennarastöður
  • Aðstoða við töflubreytingar
  • Bera faglega ábyrgð á starfsmenntun
  • Sjá um mat á umsóknum og innritun á starfsmenntabrautir
  • Meta fyrra nám nemenda
  • Sjá um og bera ábyrgð á vistun nema í starfsþjálfun og samstarf við vinnustaði
  • Bjóða upp á viðtöl við nemendur og svara fyrirspurnum sem berast um námið
  • Sjá um samskipti við hagsmunaaðila, t.d. fagfélög, opinberar stofnanir og atvinnulíf
  • Stjórna endurskoðun námsskráa heilbrigðisbrauta

 

Kennslustjóri almennrar brautar

 

  • Hefur yfirumsjón með nemendum almennrar brautar
  • Hefur yfirumsjón með séráföngum sinnar brautar
  • Hefur yfirumsjón með námsvali nemenda almennrar brautar
  • Hefur umsjón með áfangalýsingum og námsáætlunum ásamt deildarstjórum
  • Fylgist með ákvörðun um námslok nemenda
  • Leiðir faglega umræðu um almenna námsbraut
  • Tekur þátt í að skipuleggja kennslu á sinni braut
  • Tekur þátt í starfi stoðteymis, námsráðgjafa, kennslustjóra fyrir nemendur með erlendan uppruna, kennslustjóra sértækra úrræða, sem felst í stuðningi við nemendur í brottfallshættu
  • Aðstoðar við töflubreytingar
  • Hefur yfirumsjón með leiðsögn nýrra kennara
  • Tekur saman ársskýrslu um starfsemi brautarinnar

 

Kennslustjóri sérnámsbrautar

 

  • Hefur yfirumsjón með daglegu starfi sérnámsbrautar
  • Ber faglega ábyrgð á menntun nemenda
  • Sér um mat á umsóknum og innritun á sérnámsbraut
  • Metur fyrra nám nemenda
  • Leiðir faglega umræðu um námskrár sérnámsbrautar
  • Skipuleggur kennslu á sínum brautum
  • Sér um ráðningu starfsfólks í samráði við skólameistara
  • Sér um starfsviðtöl
  • Sér um tengsl við foreldra og tengslaaðila nemenda og býður upp á viðtöl
  • Tekur saman ársskýrslu um starfsemi sérdeild
  • Skipuleggur viðbrögð við forföllum
  • Leitar sér endurmenntunar á sviði kennsluhátta sérdeilda

 

Kennslustjóri sértækra úrræða

 

  • Hefur yfirumsjón með nemendum með sértæka námsörðugleika  (dyslexíu, dyscalculíu o.fl.)
  • Aðstoðar nemendur við nám sitt og veitir þeim ráðgjöf
  • Veitir kennurum ráðgjöf vegna nemenda með sértæka námsörðugleika
  • Sér til þess að nemendur með sértæka námsörðugleika fái þjónustu sem þeir eiga rétt á
  • Tekur þátt í starfi stoðteymis, námsráðgjafa, kennslustjóra nýbúa og almennrar brautar, sem m.a. felst í stuðningi við nemendur í brottfalls-/brotthvarfshættu
  • Tekur saman ársskýrslu um starfsemi þjónustunnar

 

Kennslustjóri fyrir nemendur af erlendum uppruna

 

  • Hefur yfirumsjón með nemendum sem eiga annað móðurmál en íslensku
  • Aðstoðar nemendur við nám sitt
  • Veitir nemendum ráðgjöf og er í samskiptum við foreldra og forráðamenn
  • Sér til þess að nemendur fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á
  • Tekur þátt í starfi stoðteymis, námsráðgjafa, kennslustjóra dyslexíu og almennrar brautar, sem felst í stuðningi við nemendur í brottfallshættu
  • Tekur saman ársskýrslu um starfsemi þjónustunnar

 

Deildarstjórar

 

  • Hafa umsjón með gerð kennsluáætlana, vali á námsefni og námsmati í samvinnu við aðra námsgreinakennara.
  • Gera tillögu að kennsluskiptingu í sínum námsgreinum.
  • Veita upplýsingar um nám, kennsluefni og kennsluhætti í námsgreininni.
  • Aðstoða við töflubreytingar.
  • Taka þátt í skipulagningu og framkvæmd grunnskólakynninga.
  • Taka þátt í mánaðarlegum fundum deildarstjóra.
  • Hafa umsjón með bókalistum námsgreinarinnar.
  • Taka saman ársskýrslu um starfsemi deildar.

 

Kennarar annast, taka þátt í og bera ábyrgð á eftirfarandi:

 

  • kennslu, undirbúningi kennslu, námsmati og faglegu samstarfi í kennslugreinum sínum, skv. markmiðum skóla- og aðalnámskrár,
  • gerð kennsluáætlana og prófa í samstarfi við aðra kennara,
  • að viðhalda faglegri hæfni sinni og huga að tengslum við aðrar námsgreinar,
  • skráningu fjarvista nemenda sinna,
  • öðru samstarfi vegna starfs síns skv. markmiðum skóla og aðalnámskrár,
  • almennri upplýsingagjöf og upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skóla
  • námskrár,
  • að hafa viðtalstíma fyrir nemendur sína og forráðamenn þeirra,
  • að sitja a.m.k. einn fund á ári/önn með forráðamönnum ólögráða nemenda sinna,
  • að sitja kennarafundi sem boðaðir eru skv. reglugerð.

 

Kennarar á sérnámsbraut annast, taka þátt í og bera ábyrgð á eftirfarandi:

 

  • kennslu og undirbúningi kennslu,
  • gerð einstaklings- og hópkennsluáætlana og prófa,
  • vali á almennum áföngum í samráði við nemendur og foreldra ólögráða nemenda,
  • skráningu fjarvista nemenda sinna,
  • samstarfi við aðra starfsmenn, nemendur, foreldra og forráðamenn,
  • almennri upplýsingagjöf og upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skóla
  • námskrár,
  • að hafa viðtalstíma fyrir nemendur sína og forráðamenn þeirra,
  • að boða til kynninga- og fræðslufunda um skólastarfið,
  • að sitja a.m.k. einn fund á ári/önn með forráðamönnum nemenda sinna, lögráða sem ólögráða,
  • að viðhalda faglegri hæfni sinni og huga að tengslum við aðrar námsgreinar,
  • að sitja starfsmannafundi sem boðaðir eru skv. reglugerð,
  • að kynna fyrir nemendum tilboð á sviði skóla, dagvistunar, vinnu eða hæfingar þegar að námi lýkur.

 

Þroskaþjálfar annast, taka þátt í og/eða bera ábyrgð á eftirfarandi:

 

  • vinna að þroskaþjálfun nemenda með þroskafrávik og/eða fötlun
  • veita ráðgjöf til kennara um þroskaþjálfun nemenda
  • sinna þjálfun umsjónarnemenda og annarra nemenda í bekknum í samstarfi við aðra starfsmenn og kennslustjóra brautarinnar eins og við
  • vinna að gerð einstaklings- og hópþjálfunaráætlana auk mats í nánu samstarfi við kennslustjóra og aðra starfsmenn eins og við á
  • gerð brautarnámskrár og endurskoðunar á henni eins og við á
  • vali á almennum áföngum í samráði við nemendur og foreldra/foráðamenn nemenda
  • skráningu fjarvista eins og við á
  • samstarfi við aðra starfsmenn, nemendur, foreldra/forráðamenn og aðra sérfræðinga (s.s. sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, stoðtækjafræðinga, blindraráðgjafa, táknmálstúlka, o.fl.)
  • að viðhalda faglegri hæfni sinni með endurmenntun
  • að sitja teymisfundi
  • að sitja starfsmannafundi sem boðaðir eru
  • að leiðbeina stuðningsfulltrúum eins og við á

 

Stuðningsfulltrúar eru aðstoðarmenn kennara eða þroskaþjálfara og:

 

  • aðstoða nemendur við athafnir í daglegu lífi á skólatíma,
  • aðstoða kennara eða þroskaþjálfa í kennslustundum í viðfangi  við nemendur,
  • vinna að sértækum verkefnum með nemendum undir stjórn kennara eða þroskaþjálfa.

 

Náms- og starfsráðgjafar

 

  • Aðstoða nemendur við gerð námsáætlunar
  • Aðstoða við innritun í samráði við aðstoðarskólameistara
  • Annast ráðgjöf um náms- og starfsval
  • Eru umsagnaraðilar vegna fjarvista nemenda
  • Hafa yfirumsjón með kynningum á skólanum
  • Liðsinna kennurum vegna námsvanda nemenda
  • Fundaseta á kennslustjórafundum og skólaráðsfundum, auk þess í stoðteymi, áfalla- og eineltisteymi skólans
  • Skila ársskýrslu um starfsemi þjónustunnar
  • Skipuleggja heildstæða áætlun í náms- og starfsfræðslu
  • Stuðningsviðtöl, teymisfundir og ráðgjöf til foreldra/forráðamanna
  • Taka þátt í skipulagi umsjónarstarfs
  • Trúnaðarmenn og talsmenn nemenda innan skólans
  • Veita nemendum persónulega ráðgjöf
  • Veita umsækjendum ráðgjöf um nám
  • Vinna samkvæmt siðareglum náms- og starfsráðgjafa
  • Önnur verkefni tengd náms- og starfsráðgjöf í samráði við skólameistara

 

Forstöðumaður bókasafns

 

  • Ber ábyrgð á daglegum rekstri bókasafnsins
  • Skipuleggur starfsemi safnsins þannig að það sé vinalegt og hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur
  • Hefur umsjón með bóka- og gagnakosti, tækjum, búnaði og húsnæði bókasafnsins
  • Annast val og innkaup safngagna
  • Ber ábyrgð á skráningu og frágangi safngagna
  • Skipuleggur og ber ábyrgð á heimasíðu bókasafnsins
  • Ber ábyrgð á og skipuleggur kynningar á bókasafninu
  • Ber ábyrgð á og skipuleggur kennslu í upplýsingalæsi á bókasafninu
  • Kynnir nýjungar í starfsemi bókasafnsins innan skólans
  • Ber ábyrgð á og skipuleggur þjónustukannanir á bókasafninu
  • Aðstoðar nemendur við upplýsingaöflun
  • Annast sölu á prentkvóta til nemenda
  • Tekur saman ársskýrslur um starfsemi bókasafnsins fyrir skólastjórn og mennta- og menningarmálaráðuneyti

 

Bókasafnsfræðingur

 

  • Er staðgengill forstöðumanns
  • Annast skráningu og frágang safngagna ásamt forstöðumanni
  • Hefur umsjón með bóka- og gagnakosti, tækjum, búnaði og húsnæði bókasafnsins ásamt forstöðumanni
  • Kynnir nýjungar í starfsemi bókasafnsins innan skólans
  • Aðstoðar nemendur við upplýsingaöflun
  • Annast viðhald og virkni tengla á heimasíðu safnsins
  • Annast sölu á prentkvóta til nemenda

 

Umsjónarmaður fasteigna

 

  • Hefur umsjón með öllum byggingum skólans
  • Sinnir útköllum á kvöldin ef með þarf og reglubundnu eftirliti
  • Sér um þrif á lóð skólans
  • Skipuleggur og gerir tilögur um viðhald og breytingar á húsnæði
  • Kemur fram fyrir hönd stofnunarinnar vegna ýmis konar framkvæmda
  • Fer yfir reikninga og fylgist með kostnaðarlið framkvæmda innan skólans
  • Sér um innkaup á tækjum og vörum til viðhalds og nýsmíði
  • Fer í sendiferðir eins og við á
  • Önnur verkefni í samráði við skólameistara/stjórnenda

 

Skrifstofustjóri

 

  • Annast daglega stjórnun og ber ábyrgð á rekstri skrifstofu
  • Hefur umsjón með starfi annara starfsmanna skrifstofu
  • Yfirumsjón með almennri afgreiðslu, símasvörun, upplýsingaskjám og tölvupósthólfum skólans
  • Tengiliður við stofnanir
  • Innkaup
  • Önnur verkefni undir stjórn skólameistara/stjórnenda

 

Fulltrúi á skrifstofu skólans

 

  • Almenn afgreiðsla
  • Símasvörun
  • Tengiliður við stofnanir
  • Innkaup
  • Umsjón með upplýsingaskjám
  • Önnur verkefni undir stjórn skólameistara/stjórnenda

 

Fulltrúi fjarnáms

 

  • Veitir upplýsingar í síma og tölvupósti um fjarnámið
  • Fylgist með skráningum og staðfestir greiðslur fjarnemenda
  • Þjónusta við fjarnemendur
  • Þjónusta við fjarnámskennara
  • Sinnir þeim hópi fjarnema sem tekur lokapróf utan FÁ og hefur tengsl við próftstaði
  • Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann/stjórnendur

 

Bókari

 

  • Sér um að fá uppáskriftir á alla reikninga, merktir á viðeigandi hátt og færðir í bókhald skólans
  • Sér um eignarskráningu, afstemmingar á bankareikningum ásamt fjármálastjóra og ýmist önnur störf sem fjármálastjóri felur honum
  • Sér um allar greiðslur sem koma inn í gegnum fjarnám og bókar þær

 

Netstjóri

 

  • Hefur yfirumsjón með staðarneti skólans
  • með hugbúnaðarumhverfi skólans
  • með tölvum og tölvutengdum tækjum skólans
  • með tölvuveri, tryggir aðgang notenda og öryggisvörslu og sér um umgengisreglur
  • með notendaþjónustu við kennara og starfsmenn
  • Hefur yfirumsjón með alnetstengingu skólanss
  • Hefur yfirumsjón með kennsluumhverfi
  • Hefur umsjón með hugbúnaðarnámskeiðum fyrir kennara
  • Skipuleggur í samráði við stjórnendur skólans aðkeypta þjónustu vegna tölvu- og netmála
  • Gerir árlega tillögur að endurnýjun vél- og hugbúnaðar
  • Tekur þátt í stefnumótun skólans í tölvuvæðingu og rafrænni stjórnsýslu
  • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur

 

Kerfisstjóri

 

  • Sér um daglegan rekstur staðarnets skólans í samráði við netstjórann
  • daglegan rekstur netþjóna skólans
  • rekstur þráðlauss nets
  • heimatengingu starfsmanna
  • almenna notendaþjónustu við nemendur og starfsfólk
  • Sinnir almennri tækniþjónustu
  • Hefur umsjón með eftirlitsmyndavélum
  • Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann og aðra stjórnendur

 

Umhverfisfulltrúi

 

  • Stýrir fundum umhverfisráðs
  • Hefur yfirumsjón með umhverfisverkefnum skólans
  • Stýrir grænfánaverkefninu
  • Vinnur að stefnumótun skólans í umhverfismálum með stjórnendum

 

Forvarnarfulltrúi

 

  • Er til viðtals fyrir nemendur um forvarnir, vímuefni og annað sem að þeim málum lýtur
  • Fylgist með skemmtanahaldi nemenda og er þar til taks
  • Skipuleggur almenna forvarnarfræðslu í skólanum
  • Er tengiliður við yfirstjórn skólans, náms- og starfsráðgjafa, skólasálfræðing og hjúkrunarfræðing varðandi forvarnarmál
  • Tekur saman ársskýrslu um starfsemi félagsmála og forvarna
  • Önnur störf í samráði við skólameistara

 

Félagsmálafulltrúi

 

  • Situr fundi nemendaráðs og tryggir að fundargerðir séu færðar
  • Aðstoðar nemendur við atburði í félagslífi
  • Er til taks á samkomum nemenda
  • Skipuleggur gæslu á dansleikjum og ferðalögum nemenda
  • Situr fundi skólaráðs og ritar fundargerðir
  • Er tengiliður skólameistara og aðstoðarskólameistara við nemendafélag
  • Tekur saman ársskýrslu um starfsemi félagsmála
  • Önnur störf í samráði við skólameistara

 

Umsjónarmaður erlendra samskipta

 

  • Heldur utan um öll erlendu samskiptin á vegum skólans
  • Kynnir erlenda styrki fyrir starfsmönnum skólans
  • Sækir um styrki fyrir hönd skólans
  • Aðstoðar starfsmenn við að leita að styrkjum
  • Aðstoða styrkþega við utanumhald á styrkjum og skýrslugerð
  • Auglýsir umsóknarfresti vegna styrkja
  • Uppfærir upplýsingar um erlend samstarfsverkefni á heimasíðu skólans
  • Tekur á móti erlendum gestum og skipuleggur heimsókn þeirra
  • Gerir samantekt á erlendum samskiptum fyrir ársskýrslu skólans

 


[1] Kennslustjórinn hittir nýja kennara í byrjun annar og kynnir skólann og starf á brautinni. Hann veitir leiðsögn um nám og kennslu í greininni og mætir í a.m.k. eina kennslustund fyrstu tvær annir og ræðir þessar kennslustundir við nýja kennarann.

[2] Starfsviðtöl byggjast á niðurstöðum kennslumats sem eru til þess ætlast að bæta kennslu.

(Síðast uppfært 14.12.2018)