Fréttir

Afhending Grænfánans

28.1.2021

Í dag tók Fjölbrautaskólinn við Ármúla í 8. sinn við Grænfánanum – sem er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.

Nemendur og starfsfólk umhverfisráðs skólans tóku við fánanum úr höndum Katrínar Magnúsdóttur frá Landvernd, og Magnús skólameistari hélt ávarp; klæddur skærgrænum jakkafötum úr sínu margfræga safni í tilefni dagsins. Sérstakir gestir athafnarinnar voru ekki af verri endanum og auðvitað annálaðir umhverfissinnar. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flutti nokkur falleg lög, ort til árstíðanna, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hélt erindi og þáði í leiðinni FÁ-skólapeysu að gjöf frá nemendum – sem hönnuð er af nemanda skólans, Söru Styrmisdóttur. Loks var fáninn dreginn að húni í fallegu vetrarveðri og nemendum boðið upp á ávexti.