Fréttir

Árdagur og söngkeppni FÁ

4.3.2022

Í gær var árlegur Árdagur haldinn í FÁ. Árdagar eiga sér langa sögu í FÁ en þá daga gera menn sér dagamun og brjóta upp hefðbundinn skóladag. Nemendur byrjuðu þó daginn á að mæta í tíma. Upp úr kl. 11 lögðu nemendur þó frá sér bækurnar og fylktu liði niðrí hátíðarsal en þar fór fram Söngkeppni FÁ. Jón Jónsson söngvari tók nokkur lög og hélt uppi góðri stemningu í salnum og kynnti svo 5 flotta keppendur til leiks. Öll atriðin voru alveg frábær en úrslitin urðu þau að Tamara Milenkovic lenti í þriðja sæti með lagið "Stay" með Rihanna. Þorbjörn Helgason var í öðru sæti með David Bowie slagarann "The man who sold the world" og í fyrsta sæti var hún Emma Eyþórsdóttir með frábæran flutning á laginu "My way" eftir Frank Sinatra. Greinilega mikið af hæfileikaríkum nemendum hér í FÁ.

Eftir söngkeppnina bauð skólinn upp á pizzur á Steypunni og nemendafélagið bauð upp á candy floss. Svo enduðum við þennan skemmtilega dag á að kíkja Laugarásbíó þar sem boðið var upp á 3 myndir til að horfa á. Aldeilis frábær dagur.

Fleiri myndir má sjá hér.