Fréttir

Árshátíð nemenda

5.3.2020

Síðasta fimmtudagskvöld héldu nemendur FÁ glæsilega árshátíð í sal skólans. Boðið var upp á veislumat frá Múlakaffi og Pétur Jóhann var kynnir kvöldsins. Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum; Karen Björg mætti með uppistand, starfsmannahljómsveitin ÚFF rokkaði og Tónsmiðja nemenda flutti ljúfa tóna. Dregið var í happdrætti um geggjuð verðlaun, og gestir flykktust linnulaust í myndabásinn - enda prúðbúnir samkvæmt þema kvöldsins "Hollywood glam". Kennarar og skólastjórnendur voru minna prúðbúnir, enda kvöldið nemendanna og hlutverk starfsfólks skólans að þjóna og þrífa. Loks flutti rúta gesti upp í Kópavog á skemmtilegt ball með FB og Tækniskólanum, þar sem hljómsveitin Stuðlabandið hélt uppi stuðinu fram eftir nóttu.