Fréttir

Askur okkar allra - listsýning FÁ


27.4.2018

Laugardaginn 28. apríl kl. 16-18, bjóða nemendur Nýsköpunar- og listabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla í Reykjavík til sýningar í Gallerí Tugt, en það gallerí er að finna í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, við hlið gömlu lögreglustöðvarinnar. Þar verða til sýnis lokaverkefni nemenda ásamt öðrum verkum sem nemendur hafa unnið um önnina. Vonandi sjá sem flestir sér  fært að mæta og ekki er verra að það er boðið upp á léttar veitingar. Sýningin verður opin til sunnudagsins 12.maí kl. 18.00 - Hlökkum til að sjá ykkur.