Fréttir

Congratulations humanity

6.5.2020

FÁ-nemandinn Ásdís Rós Þórisdóttir hreppti í dag 2. sæti í samkeppni Landverndar, Ungt umhverfisfréttafólk!

Fjörutíu nemendaverkefni bárust keppninni en dómnefndin telur ljósmynd Ásdísar, „Congratulations humanity“, listaverk sem veki áhorfandann sannarlega til umhugsunar. Myndin segi meira en þúsund orð og hitti okkur neytendur, sem erum fastir í viðjum umbúðasamfélagsins, beint í hjartastað. Þá sé ljósmyndin sterk gagnrýni á stórfyrirtæki og hvernig þau standi fyrir umhverfisskaðandi iðnaði um allan heim.

Að auki var ljósmynd Ásdísar valin besta verkefnið af ungu fólki (Ungum umhverfissinnum, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Landssamtökum íslenskra stúdenta) sem hafði þetta að segja um myndina: „Kakan segir okkur með kalhæðni og húmor hvernig okkar hversdagslega neysluhegðun kemur verst niður á okkur sjálfum.“.

Til hamingju Ásdís með frábært verkefni og verðskuldaða viðurkenningu!