Fréttir

Dagur náttúrunnar

16.9.2018

16. september er sérstakur dagur íslenskrar náttúru en auðvitað eru allir dagar ársins dagar náttúrunnar. Það er hefð fyrir því að halda daginn hátíðlegan hér í skólanum. Nemendur í umhverfisráði eru trúir þeirri hefð og hafa boðið Eyþóri Eðvarðssyni, fulltrúa samtakanna París 1,5, að heimsækja okkur mánudaginn 17. september. París 1,5 eru samtök sem berjast fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að stöðva hlýnun jarðar við 1,5°C. Eyþór mun halda fyrirlestur um mikilvægi umhverfisverndar og baráttuna við loftslagsbreytingar og umhverfisráð hvetur alla til þess að koma og hlusta á fræðandi og áhugaverðan fyrirlestur um loftslagmál. Fyrirlesturinn hefst klukkan 11:35