Fréttir

Erindi skólasálfræðings

19.11.2020

Þetta eru krefjandi tímar og ljóst að margir okkar nemenda finna sárt fyrir stöðunni. Skólasálfræðingur FÁ, Andri Oddsson, býður upp á nemendaviðtöl í gegnum Teams og hvetjum við okkar fólk til að nýta sér þessa þjónustu. Hægt er að bóka viðtal með tölvupósti í netfangið salfraedingur@fa.is.

HÉR má svo hlýða á gagnlegt erindi Andra um andlega líðan á tímum Covid.