Fréttir

FÁ hlýtur lýðheilsustyrk

20.2.2020

Í vikunni tók Fjölbrautaskólinn við Ármúla, ásamt glæstum hópi, við úthlutun úr Lýðheilsusjóði. Við styrkveitingar þetta árið var áhersla lögð á aðgerðir sem efla forvarnir, kynheilbrigði, geðheilsu og vímuefnavarnir. Upphæðin sem FÁ tók við úr höndum heilbrigðisráðherra verður nýtt í allt ofangreint, þ.e. í fjölbreytta fræðslu til nemenda um þau fjölmörgu atriði sem ýmist ógna eða stuðla að heilbrigðu lífi ungmenna.
Takk fyrir okkur!