Fréttir

FÁ í úrslit í Fyrirtækjasmiðju

27.4.2022

Lið úr FÁ, Strokkur er komið í úrslit í Fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla - JA Iceland. Það verður í hópi 35 fyrirtækja sem munu kynna vörur sínar fyrir dómarateymi næsta fimmtudag og flytja kynningu á vörum sínum í Arionbanka á föstudag. Alls voru 124 fyrirtæki skráð til leiks.

Strokkur er app veitir meiri fræðslu um íslensk fyrirtæki á Nasdaq og Firstnorth hlutabréfamarkaði. Nemendur í verkefninu eru Björn Ingi Björnsson, Finnur Björnsson, Birkir Hrafn Björnsson, Andri Snær Helgason og Tryggvi Klemens Tryggvason

Innilegar hamingjuóskir kæru frumkvöðlar og gangi ykkur vel í úrslitakeppninni.