Fréttir

FÁ vann fyrstu keppnina sína!

8.1.2020

Gettu betur-lið FÁ átti frábæran leik í kvöld og sigraði Menntaskólann á Ísafirði 25-20. Stigafjöldi FÁ er sá þriðji hæsti sem náðist í þessari fyrstu umferð ársins - einungis MR og Versló fengu fleiri stig. MÍ var afar verðugur andstæðingur og sem stigahæsta tapliðið verður skólinn samferða okkur upp í næsta riðil.

Næsta keppni verður á móti Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 20:30 þann 14. janúar.

Vel gert FÁ!