Fréttir

Fall er ei alltaf fararheill

1.10.2018

Á morgun, 2. október kl.13 verður sérstök skólasýning fyrir nemendur FÁ á kvikmyndinni „Lof mér að falla“ í tilefni væntanlegs forvarnardags framhaldsskólanna. Einn af aðstandendum kvikmyndarinnar mætir og ræðir við nemendur um inntak og boðskap hennar en forvarnargildi myndarinnar mun vera ótvírætt. Nemendur sem vilja sjá myndina fá leyfi eftir hádegi 2. október en verða að skrá sig á skrifstofunni. Sýningin verður á tilboðsverðinu 1500 kr. (greitt í miðasölu Smárabíós við mætingu). Allir í bíó!