Fréttir

Forseti hæstaréttar tók á móti nemendum í viðskiptalögfræði

17.2.2023

Nemendur í viðskiptalögfræði í FÁ fóru í heimsókn í Hæstarétt Íslands og kynntu sér sögu og starfsemi réttarins. Benedikt Bogason, forseti hæstaréttar, tók á móti hópnum og fór yfir dómskerfið og meðferð dómsmála með nemendum. Hann útskýrði vel fyrir nemendum þær breytingar sem urðu á starfsemi hæstaréttar þegar Landsdómur tók til starfa árið 2018.

Þá fór hann jafnframt yfir sögu hæstaréttar sem hefur verið starfandi hér á landi frá árinu 1920 og var fyrst til húsa í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Frá árinu 1949 var hann staðsettur í dómshúsinu við Lindargötu en flutti árið 1996 í nýtt glæsilegt dómshús við Arnarhól. Arkitektar hússins eru Margrét Harðardóttir og Steve Christer, Studio Granda Reykjavík. Nemendur voru afar ánægðir með heimsóknina og fengu gott tækifæri til að spyrja spurninga og skoða dómhúsið og höfðu þeir á orði að heimsóknin hefði verið gagnleg og fræðandi.