Fréttir

Gettu betur

5.1.2023

Gettu betur lið Fjölbrautaskólans við Ármúla er á fullu að æfa fyrir komandi keppni sem hefst í næstu viku. Í Gettu betur liði FÁ þetta árið eru þau Iðunn Úlfsdóttir, Jóhanna Andrea Magnúsdóttir og Þráinn Ásbjarnarson sem hefur verið í liðinu undanfarin þrjú ár. Varamaður er Ívar Darri Jóhannsson. Þjálfarar liðsins þetta árið eru reynsluboltarnir þeir Eiríkur Kúld Viktorsson og Guðmundur Kristinn Þorsteinsson.

Undanfarin ár hefur FÁ verið í mikilli sókn í Gettu betur og náði skólinn t.d. í undanúrslit árið 2020 og í 8 liða úrslit árið 2021. FÁ mætir Verkmenntaskóla Austurlands í fyrstu umferð keppninnar sem fer fram 9.janúar.

Við óskum þeim góðs gengis í undirbúningnum og keppninni. Áfram FÁ!!