Fréttir

Glæpahneigð á sal

11.4.2018

Á morgun, 12. apríl verður áhugaverður fyrirlestur á sal skólans. Þá mun Guy Sutton, sem er yfirmaður lyfjalíffræðideilar við háskólann í Nottingham, flytja erindi sem kallast „the criminal mind“ eða hinn glæpahneigði hugur. Fyrirlesturinn hefst klukkan 10:40 og það hlýtur mörgum að leika forvitni á að fá að vita hvað hann ætlar að fræða okkur um. Er hægt að nota taugalíffræði og taugameinafræði við lögreglustörf? Er til eitthvað sem kalla má meðfædda glæpahneigð? Kannski verðum við einhvers vísari um það á fyrirlestrinum?