Fréttir

Gróskumikið skólastarf vakti athygli D.K.G. kvenna

8.3.2023

 

Við fengum góða gesti í heimsókn í skólann í síðustu viku. Konur úr Alfadeild Delta Kappa Gamma, sem er alþjóðlegt félag kvenna í fræðslustörfum, komu til að kynna sér skólastarfið og einkum og sér í lagi Heilbrigðisskólann. Skólastjórnendur, formaður skólanefndar og deildarstjórar Heilbrigðiskólans tóku vel á móti hópnum. Þær Aðalheiður D. Matthiesen og Kristrún Sigurðardóttir kennslustjórar heilbrigðisgreina kynntu það nám sem til boða stendur, hvaða réttindi það veitir nemendum og mikilvægi þess fyrir heilbrigðiskerfið.

Síðan skoðuðu gestirnir kennsluaðstöðuna í Heilbrigðisskólanum og höfðu á orði að hún væri til algjörrar fyrirmyndar og nauðsynlegt væri að hvetja fleiri til að mennta sig á þessu sviði.