Fréttir

Hertar sóttvarnaraðgerðir

1.11.2020

Ágætu nemendur og forráðamenn

Eins og flestum er eflaust kunnugt hafa hertar sóttvarnarreglur tekið gildi í samfélaginu.

Það liggur því fyrir að fjarkennsla verður í dagskóla næstu vikur, en við vonumst auðvitað eftir því að smitum fari að fækka og í framhaldinu verði slakað nægilega mikið á samkomuhöftum til að við getum opnað skólann aftur fyrir nemendum.

Á meðan við bíðum átekta biðjum við okkar nemendur að halda áfram að sinna náminu eins vel og þeir hafa verið að gera.

Flestir nemendur eru að mæta vel í Teams-tímana sem skiptir höfuðmáli til að ná góðum árangri í náminu. Nú styttist óðum í annarlok og því mikilvægt að skipuleggja sig vel, fylgjast með kennsluáætlun og passa upp á að verkefnum og öðru sé skilað á réttum tíma.

Ég vil minna nemendur á stoðþjónustu skólans og hvet þá sem eiga í einhverjum erfiðleikum með námið að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa skólans. Netföng þeirra eru á heimasíðu skólans.

Kveðja,

Magnús Ingvason

Skólameistari FÁ