Fréttir

Hjólað í skólann 8.-28.maí

7.5.2019

Á morgun, 8. maí, hefst vinnustaðakeppnin „Hjólað í vinnuna“ og er markmiðið með þessari keppni að fásem flesta starfsmenn skólans til að koma hjólandi, gangandi eða hlaupandi í vinnuna en líka má nýta sér línuskauta/hjólabretti eða láta strætó um að skutla sér í vinnuna. Keppninni lýkur þriðjudaginn 28. maí.

Hægt er að skrá sig á : http://www.hjoladivinnuna.is
Þar er fyrst valinn vinnustaður (Fjölbrautaskólann við Ármúla) og lið – eða stofna nýtt lið.

Búið er að stofna tvö lið „Alltaf með vindinn í bakið“ og „Gúmmíbirnir“.
Liðin keppa sín á milli um hjólaða kílómetra. Í tilefni þess að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefst á morgun, ætlum við að bjóða til samstigs á hjólhestum síðasta kennsludaginn, föstudaginn 10. maí. Lagt verður upp frá skólanum kl. 14.15 og stiginn hringur um Vesturbæinn og Seltjarnarnes og áð á Nauthóli.