Fréttir

Hugið að umhverfinu

25.4.2018

Í dag er dagur umhverfisins . Þá eiga menn að beina sjónum sínum að nánasta umhverfi sínu og sjá hvað betur má fara og laga.
Margt smátt gerir eitt stórt. Núna er tilvalið að tína upp rusl sem verður á vegi manns (við hvert fótmál) og koma þvi á réttan stað. Umgengni er innri maður, það upplyftir andanum og göfgar sálina að hafa hreint í kringum sig. Allt er breytingum undirorpið. Meðfylgjandi mynd er tekin árið 2004 - finnið fimm breytingar sem orðið hafa síðan myndin var tekin.