Fréttir

Hugur og hönd - Framaprófið

2.3.2018

Verkefnið Framapróf er samstarfsverkefni allra iðn- og verkmenntaskóla á landinu og Samtaka Iðnaðarins og er skemmtilegur vettvangur til að vekja athygli á hversu fjölbreytt nám er í boði í skólunum. Það verða ekki allir barðir til bókar en margur hefur haga hönd og glöggt auga. Það er alltaf þörf fyrir góða iðnaðarmenn og tæknimenn og ekki lepja þeir dauðann úr skel eins og margur fræðimaðurinn. Farið á slóðina http://www.framaprof.is og kannið hvort ekki sé eitthvert fag sem hentar ykkar hæfileikum. En umfram allt, hlýðið heilræði Hallgríms Péturssonar og þá fer ævin vel:

Víst ávalt þeim vana halt

vinna, lesa, iðja.

Umfram allt þú ætíð skalt

elska Guð og biðja.