Fréttir

Hundrað ár frá spænsku veikinni

8.10.2018

Það er vel þess virði að minnast þess að nú er liðin öld frá því að spænska veikin gerði usla á Íslandi og olli miklu manntjóni. Við skulum vona að sú arma pest láti ekki aftur á sér kræla. En inflúensa herjar samt árvisst hér á landi og margir veikjast af hennar völdum og suma getur hún lagt af velli ef þeir eru veikir fyrir. Sem betur fer er fólk ekki eins varnarlaust og fyrir einni öld og hér í FÁ var starfsfólki boðið að láta sprauta sig gegn þeirri vá sem inflúensan er. Lifi læknavísindin!