Fréttir

Innritun í dagskóla FÁ

23.3.2020

Forinnritun nemenda í 10. bekk í framhaldsskóla næsta vetur stendur yfir á vef Menntamálastofnunar til 13. apríl 2020.

Vegna samkomubanns náðist því miður ekki að halda okkar árlega opna hús til að kynna áhugasömum skólann, en hér má skoða rafræna kynningarbæklinga um námsleiðirnar okkar: Namsleidir-FA

Allar upplýsingar varðandi nám í FÁ er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni okkar og fyrirspurnir er varða námsframboð má senda á netfangið kb@fa.is.

Athugið að innritun eldri nemenda stendur yfir frá 6. apríl til 31. maí, og lokainnritun nýnema frá 6. maí til 10. júní.