Fréttir

Kvikmyndahátíð framhaldskólanna ´19

15.2.2019

Það er bíó þessi helgi. Hátíðin verður sett kl. eitt á morgun laugardag og stendur fram til að verða fimm. Sama gildir um sunndaginn 17. janúar en þá lýkur hátíðinni með verðlaunaafhendingu. Fimm skólar eiga myndir á hátíðnni og er FÁ þar með alls sex myndir, Borgarholtsskóli sýnir fjórar, Ísfirðingar tvær og Fjölbraut Breiðholit og Menntaskólinn á Egilsstöðum eru með eina mynd hvor.

Það má enginn láta þessa hátíð fram hjá sér fara - um að gera að fylgjast með hvað er að gerjast og gerast í listrænu höfði okkar skapandi nemenda. Semsagt, takið frá dagana og bregið ykkur í gæðabíó.