Fréttir

Morðgáta í efnafræði !

18.11.2022

Magnús skólameistari finnst myrtur í skólanum. Fimm starfsmenn liggja undir grun. Sara félagsfræðikennari, Þórhallur líffræðikennari, Monika stærðfræðikennari, Fannar kokkur og Kristrún aðstoðarskólameistari. Nemendur í EFNA2AM taka að sér að leysa málið með því að bregða sér í hlutverk réttarmeinafræðinga og beita efnafræðiþekkingu sinni á þeim vísbendingum sem finnast á vettvangi.