Fréttir

Námsráðgjöf á tímum Covid-19

20.3.2020

Páskakveðja: https://www.fa.is/thjonusta/nemendathjonusta/nams-og-starfsradgjof/

Náms- og starfsráðgjafar eru í vinnu á meðan skólinn er lokaður en eins og staðan er núna er því miður ekki í boði að koma í skólann í viðtal. Við verðum með fjarráðgjöf í gegnum tölvupóst, síma eða fjarfundabúnað og hvetjum ykkur til þess að hafa samband. Hægt er að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst (sjá neðar) eða bóka tíma í Innu og við höfum þá samband við ykkur.

namsradgjof@fa.is

hronn@fa.is

sandra@fa.is

sigrunf@fa.is

Við mælum með að þið haldið góðri rútínu og skipuleggið tímann ykkar vel, hér er hægt að nálgast vikuáætlun og mánaðarplan fyrir mars og apríl:

http://www2.fa.is/namsradgjof/vikan.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Mars2020.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Apr2020.pdf

Hér má svo finna góð ráð um skipulag náms: https://www.fa.is/thjonusta/nemendathjonusta/nams-og-starfsradgjof/skipulag/


Með kveðju,

Náms- og starfsráðgjöf FÁ

Hrönn, Sandra og Sigrún