Fréttir

Nemendur FÁ heimsóttu Fangelsismálastofnun

10.3.2023

Nemendur í félagsfræði og viðskiptalögfræði skólans fóru í heimsókn í Fangelsismálastofnun sem sér um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga um fullnustu refsingar. Erla Kristín Ásgeirsdóttir lögfræðingur og staðgengill forstjóra hélt fyrirlestur um hlutverk, starfsemi og málefnalega hugmyndafræði stofnunarinnar.

Áherslur Fangelsismálastofnunar snúast umfram allt um betrun eins og hjá systurstofnunum hennar á Norðurlöndum. Þessi betrun skilar brotamönnum í ríkari mæli aftur út í samfélagið sem friðsömum og gagnlegum borgurum.

Aðspurðir um ferðina nefndu nemendur að vettvangsferðin hefði opnað augu þeirra gagnvart mikilvægi betrunar og samkenndar í málaflokki brotamanna og töldu mikilvægt að falla ekki í gryfju múgæsings og refsigirni.