Fréttir

Nú er tími til að tengja

18.4.2018

Í dag, seinasta vetrardag, voru tveir hleðslustaurar fyrir rafmagnsbíla  teknir í gagnið við FÁ. Andrúmsloftið var spennu þrungið þegar klippt var á borðann því nú verður auðveldara að mæta í skólann á hljóðlausum bíl sem nýtir sér íslenska orku. Ætli FÁ sé ekki einn fyrsti framhaldsskólinn til þess að koma sér upp staurum? Þess má geta að hleðslustöðvarnar eru jafníslensk framleiðsla og rafmagnið.