Fréttir

Símon Tómasson bar blómsveig að minnisvarða Jóns forseta

20.6.2022

  • Blómsveigur 17 júní

Nýstúdent og dúx Fjölbrautaskólans við Ármúla, Símon Tómasson, var þess heiðurs aðnjótandi, ásamt Lárusi Loga Elentínusarsyni frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, að taka þátt í hátíðarhöldum á Austurvelli í tilefni af 78 ára afmæli lýðveldisins.
Sú hefð hefur skapast að tveir nýstúdentar, frá sitthvorum skólanum, eru valdir ár hvert, á afmæli lýðveldisins, til þess að bera blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, leggur svo blómsveiginn að minnisvarðanum.

Við erum stolt af framlagi nemanda FÁ í þessari hátíðlegu athöfn á þjóðhátíðardeginum 17. júní.