Fréttir

Sjúk ást -

4.3.2019

Dagarnir 4.-6. mars eru helgaðir forvarnaverkefninu „Sjúk Ást“ hér í FÁ og var formlega hleypt af stokkunum með fjölmiðlafundi í matsalnum í morgun. Verkefnið er á vegum Stígamóta og snýst um baráttu gegn og fræðslu um óheilbrigð samskipti, valdamisvægi og ofbeldi í ástarsamböndum unglinga. Innan þeirrar dagskrár býður femínistafélag skólans, Sigríður, upp á tvo fræðslufyrirlestra tengda málefninu:

**Þriðjudaginn 5. mars mætir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, stýra forvarnaverkefnisins, og fræðir nemendur og starfsfólk um sjúka ást ungmenna og af hverju Stígamót ákvað að keyra þetta átak í gang.


**Miðvikudaginn 6. mars kemur kynfræðingurinn Sigga Dögg og fræðir okkur um samþykki, mörk og virðingu í kynlífi.
Báðir fyrirlestrarnir verða í fyrirlestrasal skólans í hádeginu og byrja á slaginu 12:30

l