Fréttir

Skólahald eftir páskafrí

6.4.2021

Ég vona að allir hafi notið þess að vera í páskafríi og komi endurnærðir til baka og tilbúnir í síðustu 25 daga annarinnar. Við hefjum hefðbundið staðnám á morgun, miðvikudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá.

Stjórnvöld hafa gefið út leiðbeiningar um skólastarf og eru þær svipaðar og voru fyrr á önninni. Hámarksfjöldi í rými er 30 manns og grímuskylda í öllum skólanum og verður það svo út önnina.

Ég vona innilega að allir nemendur skili sér til baka og og nái sem bestum árangri á þessari sérstöku önn.

Kær kveðja,

Magnús Ingvason, skólameistari