Fréttir

Skólahald fellur niður 14. febrúar

13.2.2020

Kæru nemendur,
Vegna óvenju slæmrar veðurspár og viðvarana frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum hefur verið ákveðið að aflýsa allri starfsemi í skólanum á morgun, föstudaginn 14. febrúar.Við hvetjum ykkur til að nota daginn í þágu námsins þó að skólahald falli niður. Gangi ykkur vel!