Fréttir

Skólapeysur

6.11.2020

Fyrr í haust var blásið til hönnunarsamkeppni meðal nemenda FÁ um logo á nýjar skólapeysur. Fjölmargar og fjölbreyttar hugmyndir bárust og eftir æsispennandi kosningu á Instagram bar Sara Lind Styrmisdóttir sigur úr býtum.


Nú er hægt að panta sér þessa glænýju skólapeysu á frábæru verði, og bæði verður hægt að sækja peysur niður í skóla og fá heimsent (innan höfuðborgarsvæðis). Peysurnar koma í þremur litum, mörgum stærðum og bjóðast bæði sem hettupeysur og háskólapeysur.


Pantið peysur  HÉR !