Fréttir

Skólar ganga um skólaganga

28.11.2018

Undanfarinn mánuð hefur stundum mátt sjá herskara ungmenna skunda um ganga skólans, ungt fólk sem er að ljúka grunnskólagöngu og ætlar að hefja framhaldsskólagöngu. Þetta eru nemendur tíunda bekkjar sem koma í FÁ til að kynna sér skólann og ágæti hans, mestmegnis nemar úr nágrannaskólunum eins og til dæmis Háleitis- Austurbæjar-, Háteigs, Hlíðaskóla og Réttarholtsskóla en í dag voru það ungmenni úr Laugalækjarskóla sem gengu um ganga FÁ. Það er von okkar að flest þessara ungmenna eigi eftir að ganga um skólaganga FÁ á skólagöngu sinni.