Fréttir

Söngkeppni FÁ - allir að mæta!

7.3.2018

Á morgun, 8.mars, verður ein stærsta stund skólalífsins þegar hin árlega söngkeppni verður haldin. Þetta er viðburðurinn sem allir bíða eftir og enginn gleymir svo lengi sem þeir lifa. Söngkeppnin hefst klukkan klukkan 19:30 og stendur til klukkan 22:00. Skráðir keppendur eru tíu, en kynnir kvöldsins verður Kjartan Atli Kjartansson. Allir að mæta - þetta er skemmtun sem enginn má missa af.